Össur og Miliband ræddu um Icesave

David Miliband og Össur Skarphéðinsson á fundi í dag.
David Miliband og Össur Skarphéðinsson á fundi í dag.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund í Lundúnum með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands.

Að sögn utanríkisráðuneytisins sammæltust ráðherrarnir um að ljúka viðræðum vegna IceSave, með öðrum hluteigandi aðilum, á viðunandi hátt fyrir báðar þjóðir, eins fljótt og kostur er. 

Viðræðunefndir undir forystu fjármálaráðuneyta þjóðanna munu fylgja fundi utanríkisráðherranna eftir.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir, að ráðherrarnir hafi  átt hreinskiptnar og uppbyggilegar viðræður um óleyst úrlausnarefni og tvíhliða samskipti ríkjanna. Þeir hafi m.a. lagt áherslu á mikilvægri góðra samskipta ríkjanna svo og aukinna samskipta á sviði öryggis- og varnarmála, Norðurslóða og endurnýjanlegrar orku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert