Rafmagnsnotkun datt niður

Rafmagnsnotkun í Reykjanesbæ datt niður þegar ljósin þar voru slökkt sl. laugardagskvöld til þess að taka þátt í átakinu Earth hour sem fram fór um allan heim kl. 20:30 - 21:30. Markmiðið með verkefninu var að vekja jarðarbúa til aukinnar vitundar um hlýnun jarðar.

Slökkt var  á öllum götuljósum á bænum á laugardagskvöld og stofnanir bæjarins voru ekki upplýstar. Íbúar gátu jafnframt tekið þátt með því að slökkva ljósin heima í þessa einu klukkustund.

Reykjanesbær segir, að samkvæmt  tölum frá Hitaveitu Suðurnesja megi sjá að rafmagnsnotkun datt niður þennan tíma í samanburði við tvo síðustu laugardaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert