Rafmagnsnotkun datt niður

Raf­magns­notk­un í Reykja­nes­bæ datt niður þegar ljós­in þar voru slökkt sl. laug­ar­dags­kvöld til þess að taka þátt í átak­inu Earth hour sem fram fór um all­an heim kl. 20:30 - 21:30. Mark­miðið með verk­efn­inu var að vekja jarðarbúa til auk­inn­ar vit­und­ar um hlýn­un jarðar.

Slökkt var  á öll­um götu­ljós­um á bæn­um á laug­ar­dags­kvöld og stofn­an­ir bæj­ar­ins voru ekki upp­lýst­ar. Íbúar gátu jafn­framt tekið þátt með því að slökkva ljós­in heima í þessa einu klukku­stund.

Reykja­nes­bær seg­ir, að sam­kvæmt  töl­um frá Hita­veitu Suður­nesja megi sjá að raf­magns­notk­un datt niður þenn­an tíma í sam­an­b­urði við tvo síðustu laug­ar­daga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka