Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar telur, með hliðsjón af starfsreglum sambandsins og því sem fram hefur komið í dómsgögnum í máli séra Gunnars Björnssonar, að séra Gunnar eigi ekki að taka til starfa að nýju við Selfosskirkju.
„Okkur þykir ljóst að sr. Gunnar Björnsson hafi brugðist trausti ungmenna og sóknarbarna sinna og sýnt alvarleg afglöp í starfi sínu og teljum að hann eigi ekki að snúa aftur til starfa. Sú ákvörðun grefur undan uppbyggingu æskulýðsstarfs á Selfossi og vegur að æskulýðsstarfi í kirkjunni allri.“