Svæði afmörkuð fyrir hvalaskoðun

Tillaga Hafrannsóknastofnunar um hvalaskoðunarsvæði á Faxaflóa.
Tillaga Hafrannsóknastofnunar um hvalaskoðunarsvæði á Faxaflóa.

Tillögur Hafrannsóknastofnunar um afmörkun svæða fyrir hvalaskoðun liggja nú fyrir en gert er ráð fyrir að óheimilt verði að stunda hvalveiðar á þeim svæðum til að koma í veg fyrir árekstra milli þessara tveggja atvinnugreina.

Tillögurnar hafa verið settar á vefsíðu ráðuneytisins til kynningar  og er öllum velkomið að senda ráðuneytinu athugasemdir við þær fram að páskum. Í kjölfarið mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra taka ákvörðun og gefa út reglugerð þar sem hvalaskoðunarsvæðin verða staðfest.

Greinaregrð Hafrannsóknastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka