Blása til setuverkfalls á skrifstofu rektors

mbl.is/Árni

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur blásið til setuverkfalls stúdenta á skrifstofu rektors á morgun. Stúdentar krefjast þess að teknar verði upp sumarannir þar sem margir þeirra sjá fram á atvinnuleysi í sumar.

Í fréttatilkynningu frá Röskvu segir að enn hafi engin skýr svör borist um aðgerðir frá háskólayfirvöldum. Stúdentar hafi fengið nóg af málalengingum og útúrsnúningum. Þeir vilji svör og ætli þess vegna að leggja undir sig skrifstofu rekstors og sitja þar þangað til svör berist.

Bent er á í fréttatilkynningunni að fréttir hafi borist af því að Háskólinn í Reykjavík ætli að taka upp sumarannir til þess að koma til móts við sína nemendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert