Steingrímur J. Sigfússon segir ekkert hafa verið ákveðið um sölu ríkisbankanna þriggja, enda séu efnahagsreikningar þeirra ekki tilbúnir.
Steingrímur var spurður um sölu nýju ríkisbankanna á opnum fundi fjárlaganefndar. Steingrímur sagði það eitt víst að hörmungarsagan frá árinu 2002 verði ekki endurtekin. Þá sagði Steingrímur ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluti í einhverjum bankanna.