Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði í nótt. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 220 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Einnig var lagt hald á allmarga gróðurhúsalampa.
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins.
Lögreglan hefur lagt hald á hátt í sex þúsund kannabisplöntur það sem af er ári og upprætt yfir tuttugu ræktanir.