Fá ekki öll gögn fyrr en um miðjan mánuð

Frá fundi fjárlaganefndar
Frá fundi fjárlaganefndar

Fjárlaganefnd Alþingis og þingið sjálft, fá ekki fyrr en um eða eftir miðjan apríl, öll þau ítargögn sem send hafa verið Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, vegna aðgerða stjórnvalda í tengslum við samkomulag íslenskra stjórnvalda við IMF. Fjármálaráðherra segir þó engin leyndarmál felast í gögnunum.

Fjárlaganefnd Alþingis heldur nú opinn fund að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum er rætt um framvindu samkomulags íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, aðgerðir í tengslum við það og stöðu efnahagsmála. Gestir á fundinum fundarins verða fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis, og Nökkvi Bragason, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis.

Kristján Þór Júlíusson spurði Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra hvort öll gögn sem IMF hefur fengið hefðu jafnframt verið kynnt fjárlaganefnd og Alþingi. Steingrímur kvað nei við, sagði ítarlegri gögn hafa verið send IMF en þingið hefði fengið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert