Hafna tillögum um hvalaskoðunarsvæði

Tillaga Hafrannsóknastofnunar um hvalaskoðunarsvæði á Faxaflóa.
Tillaga Hafrannsóknastofnunar um hvalaskoðunarsvæði á Faxaflóa.

Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafna alfarið þeim tillögum sem starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar hafa sett fram afmörkun svæða til hvalaskoðunar. Segja samtökin að tillagan beri þess ríkulega merki að Hafrannsóknastofnun hafi frá upphafi verið málpípa hvalveiðimanna og hvalveiðistefnu stjórnvalda hverju sinni.

„Núverandi sjávarútvegsráðherra setti það í hendur Hafró að gera tillögu að afmörkuðu svæði fyrir hvalaskoðun en þar á bæ var ekkert tillit tekið til beiðni Hvalaskoðunarsamtakanna um lágmarks griðland," segja samtökin í tilkynningu.

Þau segja jafnframt, að sé það vilji stjórnvalda, þar á meðal núverandi sjávarútvegsráðherra, að ferðaþjónustan eigi að njóta sannmælis sem alvöru atvinnugrein beri ráðherra að hafna þessari tillögu með öllu. Krefjast Hvalaskoðunarsamtök Íslands þess að sjávarútvegsráðherra skipi nefnd óháðra vísindamanna sem er fær um að koma með tillögu um fyrirhugaða afmörkun svæða fyrir hvalaskoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert