Kveikt í rútu í Vestmannaeyjum

Rútan stóð við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja við höfnina.
Rútan stóð við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja við höfnina. mynd/Eyjafréttir.is

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út klukkan 3:30 í morgun þar sem kviknaði í 50 manna rútu við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja en það er m.a. notað sem flugeldageymsla. Grunur leikur á íkveikju og voru tveir menn um tvítugt handteknir vegna málsins. Þetta kemur fram á vefnum eyjafréttum is.

Þegar slökkviliðið mætti á vettvang stóð rútan í björtu báli. Rútan er talin gjörónýt en hún er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum.

Vel gekk að slökkva eldinn en ljóst er að illa hefði getað farið hefði eldurinn borist í flugeldageymsluna. Rútan var ekki í notkun í vetur og hafði verið tekin af númerum. Hún var hins vegar í góðu ásigkomulagi. Vélarrúm rútunnar var óskemmt sem þykir benda til þess að kveikt hafi verið í henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka