Lög samþykkt um réttindi líffæragjafa

mbl.is/Kristinn

Lög sem tryggja eiga réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar voru samþykkt á Alþingi fyrir stundu. Allir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, það er 34, greiddu atkvæði með lögunum.

Markmiðið með lögunum er að tryggja líffæragjöfum fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna líffæragjafar. Samkvæmt frumvarpinu skal greiðsla til líffæragjafa nema 134.300 kr. á mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert