Ákvarðanir um skattbreytingar um mitt ár

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn

Fjármálaráðherra segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um skattbreytingar. Endanlegar ákvarðanir um breytingar á skattkerfinu verði teknar í lok maí eða byrjun júní.

Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefur sagt að skattahækkanir séu óhjákvæmilegar og einhver hluti þeirra verði varanlegur. Skattkerfið geti ekki óbreytt staðið undir sameiginlegum útgjöldum þjóðarinnar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun hvort ákvarðanir um skattahækkanir hefðu verið teknar. Fjármálaráðherra sagði svo ekki vera, þær yrðu teknar um mitt ár þegar tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs yrðu ræddar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert