Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, standa á tímamótum því þau eru 25 ára í dag. Í tilefni afmælisins var í dag boðið upp á köku og kaffi í Kringlunni auk þess sem nokkur hjól voru til sýnis. Í kvöld er boðið upp á vöfflur og kaffi í félagsheimili Snigla.
Sniglar voru stofnaðir sem hjólaklúbbur og var markmiðið að sameina hjólafólk og hjóla saman, að því er segir á heimasíðu samtakanna. Fljótlega fóru sniglar að láta forvarnir og hagsmunamál til sín taka.
Á morgun kl. 18 stendur umferðarnefnd Snigla fyrir opnum fundi að Langholtsvegi 111 um stefnur og strauma í þessum málum.