Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Frum­varp um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni var af­greitt úr sér­nefnd um stjórn­ar­skrár­mál á Alþingi í dag með 5 at­kvæðum gegn fjór­um at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks­ins. Útlit er fyr­ir harðar deil­ur um málið þegar það kem­ur til 2. umræðu á Alþingi síðar í vik­unni.  

Björn Bjarna­son, þingmaður Sjálf­stæðiflokks, tók málið upp í umræðu um störf þings­ins, og sagði að sá óvenju­legi at­b­urður hefði orðið í sér­nefnd­inni, að til­lög­ur um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar hefðu verið af­greidd­ar í ágrein­ingi. Væri þetta í þriðja skipti í lýðveld­is­sög­unni, sem slíkt gerðist.

Björn sagðist hafa metið umræðurn­ar á fundi nefnd­ar­inn­ar í morg­un þannig,  að hægt hefði verið að ná sam­komu­lagi um málið. En úr því það hefði ekki verið  reynt væri út­lit fyr­ir að harðar deil­ur yrðu um málið í þingsaln­um.

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður sér­nefnd­ar­inn­ar, mót­mælti orðum Björns um að minni­hlut­inn í nefnd­inni hefði gert ít­rekaðar til­raun­ir til að ná sam­komu­lagi. „Það var alls ekki þannig," sagði hún.

Sagði Val­gerður að það hefði fyrst verið á 11. fundi nefnd­ar­inn­ar, sem var í morg­un, sem það hefði verið orðað hvort hægt yrði að ná sam­komu­lagi en það hefði verið of seint. Viðræður í tveggja manna tali eða í minni hóp­um hefðu held­ur ekki skilað neinu. Þá hefðu nefnd­ar­menn neitað að taka þátt í óform­leg­um viðræðum um málið.  Því hefði ekki verið um annað að ræða en að taka málið út úr nefnd­inni.

Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar hef­ur gert ýms­ar breyt­inga­til­lög­ur við frum­varpið og sagði Val­gerður, að þeim væri öll­um ætlað að koma til móts við sjálf­stæðis­flokk­inn.

Val­gerður sagðist ekki ef­ast um, að sjálf­stæðis­menn ætli í málþóf í umræðu um frum­varpið. Það væri hins veg­ar annað mál hvort það yrði þeim til fram­drátt­ar í kosn­inga­bar­átt­unni.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert