Unnið fram eftir á Alþingi

mbl.is/Ómar

Þing­menn spýttu í lóf­ana í gær­morg­un og samþykktu að halda áfram umræðum og at­kvæðagreiðslum fram yfir miðnætti til að flýta fyr­ir þing­störf­um. Þing­fund­ur stóð til klukk­an 00:16 en þingið af­greiddi hert gjald­eyr­is­lög skömmu fyr­ir miðnætti.

Nokk­ur frum­vörp potuðust áfram, bæði í nefnd­um og í umræðum en eft­ir að frum­varp um hert gjald­eyr­is­höft var lagt fram var dag­skrá þings­ins að öðru leyti frestað, þ. á m. umræðu um frum­varp um greiðsluaðlög­un hús­næðislána. Mik­il óvissa er um hvenær þing­störf­um lýk­ur og velt­ur mikið á því hvaða stefnu umræður um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni taka á næstu dög­um.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði í síðustu viku að 38 mál þyrftu að kom­ast í gegn­um Alþingi fyr­ir þinglok, þar af væru 22 sem þyrftu nauðsyn­lega að vera samþykkt. Þegar rennt er yfir þenn­an lista sést að mörg af „nauðsyn­legu“ mál­un­um hafa þegar verið samþykkt og önn­ur eru kom­in á góðan rek­spöl, þ.e. í 2. eða 3. umræðu á þing­inu.

Um­deilt stjórn­ar­skrár­mál

Fram­sókn­ar­menn leggja mikla áherslu á að samþykkt verði að efna til stjórn­lagaþings. Siv Friðleifs­dótt­ir, formaður þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagðist í gær binda von­ir við að sam­komu­lag næðist um stjórn­ar­skrár­málið. Á þessu stigi væri þó erfitt að spá fyr­ir um fram­vindu máls­ins. Hugs­an­lega gæti þing­störf­um þó lokið „öðru hvor­um meg­in við helgi“.

Gætu haldið áfram til páska

Jón Bjarna­son, þing­flokks­formaður Vinstri-grænna, vildi engu spá um þinglok. Þing­störf­in hefðu al­gjör­an for­gang í þessu ástandi sem hefði skap­ast í þjóðfé­lag­inu og ef þurfa þætti mætti halda áfram fram yfir páska.

Lúðvík Berg­vins­son, formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að sér kæmi ekki á óvart þótt þing­störf myndu halda áfram tals­vert fram í næstu viku.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert