4 ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest dóma yfir tveimur karlmönnum sem sakfelldir voru í héraði fyrir innflutning á 4,6 kg af amfetamíni og 600 g af kókaíni til landsins frá Þýskalandi. Efnin voru send til landsins með hraðflutningafyrirtæki. Annar mannanna var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar en hinn sætir fangelsi í 2½ ár.

Sá er þyngri dóm hlaut, Annþór Kristján Karlsson, 33 ára, var sakfelldur fyrir að leggja á ráðin um innflutninginn, láta senda fíkniefnin og greiða þóknun vegna smyglsins. Annþór neitaði sök en með staðföstum framburði annarra þátttakenda í innflutningnum, sem báru ýtarlega um málið fyrir dómi á rannsóknarstigi málsins, var hann sakfelldur.

Þá var Tómas Kristjánsson, 28 ára, sakfelldur fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn og nota aðstöðu sína sem starfsmaður hraðsendingaþjónustunnar UPS á Keflavíkurflugvelli til að miðla upplýsingum um hvernig haga skyldi sendingu og móttöku fíkniefna, þannig að áhætta væri lágmörkuð. Tómas neitaði sök en líkt og með Annþór, þótti framburður hans ótrúverðugur. Tómas var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar.

Í héraðsdómir voru tveir karlmenn til viðbótar dæmdir í 1½ árs fangelsi fyrir aðild að málinu og undu þeir dómnum.  

Dómur Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert