Enn leitað að Belganum

Lögreglan setti m.a. upp vegartálma á Reykjanesbraut.
Lögreglan setti m.a. upp vegartálma á Reykjanesbraut. mbl.is/Hilmar Bragi

Enn er leitað að 21 árs gömlum belgískum karlmanni, sem  slapp úr haldi lögreglunnar á Suðurnesjum undir kvöld. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð í dag, grunaður um fíkniefnasmygl. Var lögregla að færa manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gegnumlýsingu til að kanna hvort hann væri með fíkniefni innvortis þegar hann slapp.

Maðurin er fæddur 1988, klæddur í bláar gallabuxur, brúna mokkaúlpu og dökka skyrtu. Maðurinn er svarthærður með brún augu. Hann var í handjárnum þegar hann lagði á flótta frá lögreglunni.

Lögregla hefur ekið um götur Keflavíkur í kvöld. Fram kemur á vef Víkurfrétta, að fjölmennt lögreglulið leitaði einnig í grjótgarði við Vatnsnes í Keflavík síðdegis. Þá er leitað í bílum á leið út úr bæjarfélaginu. 

Samkvæmt upplýsingum frá belgískum yfirvöldum hefur maðurinn, sem heitir Gilles Romain Catherine Claessens, komið ítrekað við sögu lögreglu en er ekkie ftirlýstur þar í landi. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.
Gilles Romain Catherine Claessens.
Gilles Romain Catherine Claessens.
Lögregla leitar að Belganum í Keflavík í kvöld.
Lögregla leitar að Belganum í Keflavík í kvöld. mbl.is/Hilmar Bragi
Belginn heitir Gilles Romain Catherine Claessens.
Belginn heitir Gilles Romain Catherine Claessens.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert