Enn leitað að Belganum

Lögreglan setti m.a. upp vegartálma á Reykjanesbraut.
Lögreglan setti m.a. upp vegartálma á Reykjanesbraut. mbl.is/Hilmar Bragi

Enn er leitað að 21 árs göml­um belg­ísk­um karl­manni, sem  slapp úr haldi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um und­ir kvöld. Maður­inn var hand­tek­inn í Leifs­stöð í dag, grunaður um fíkni­efna­smygl. Var lög­regla að færa mann­inn á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja í gegnum­lýs­ingu til að kanna hvort hann væri með fíkni­efni inn­vort­is þegar hann slapp.

Maðurin er fædd­ur 1988, klædd­ur í blá­ar galla­bux­ur, brúna mokka­úlpu og dökka skyrtu. Maður­inn er svart­hærður með brún augu. Hann var í hand­járn­um þegar hann lagði á flótta frá lög­regl­unni.

Lög­regla hef­ur ekið um göt­ur Kefla­vík­ur í kvöld. Fram kem­ur á vef Vík­ur­frétta, að fjöl­mennt lög­reglulið leitaði einnig í grjót­g­arði við Vatns­nes í Kefla­vík síðdeg­is. Þá er leitað í bíl­um á leið út úr bæj­ar­fé­lag­inu. 

Gilles Romain Catherine Claessens.
Gil­les Romain Cat­her­ine Claes­sens.
Lögregla leitar að Belganum í Keflavík í kvöld.
Lög­regla leit­ar að Belg­an­um í Kefla­vík í kvöld. mbl.is/​Hilm­ar Bragi
Belginn heitir Gilles Romain Catherine Claessens.
Belg­inn heit­ir Gil­les Romain Cat­her­ine Claes­sens.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert