Fjármögnunin í höfn

Verið er að ganga frá samningum um fjármögnun Tónlistarhússins.
Verið er að ganga frá samningum um fjármögnun Tónlistarhússins. mbl.is/RAX

Allt útlit er fyrir að fjármögnun ráðstefnu- og tónlistarhússins við Austurhöfn sé loksins í höfn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var tillaga um sambankalán Nýja Landsbankans, Nýja Kaupþings og Íslandsbanka lögð fram í stjórn Austurhafnar-TR ehf. fyrr í vikunni og hafa gögnin síðan þá verið til skoðunar hjá borginni.

Alls er um 15 milljarða króna að ræða, þar sem Landsbankinn er með um 7,5 milljarða og hinir bankarnir skipta afganginum nokkuð jafnt á milli sín.

Í samtali við Morgunblaðið segist Kristjörg Stephensen borgarlögmaður telja að öllum skilyrðum borgarráðs um fjármögnun verkefnisins hafi verið mætt. Borgarráð samþykkti sem kunnugt er á fundi sínum í febrúar sl. tillögu borgarstjóra þess efnis að Austurhöfn-TR ehf. yfirtæki byggingu tónlistarhússins með því skilyrði að endanleg fjármögnun verksins væri tryggð. Borgarráð tekur málið að öllum líkindum fyrir í dag.

Verktakinn við framkvæmdina, Íslenskir aðalverktakar, er orðinn langeygur eftir greiðslum frá verkkaupa, sem hafa ekki borist honum síðan í desember. Er reikningur ÍAV fyrir desember til febrúar kominn í tæpan milljarð króna og ef marsmánuður er tekinn með er upphæðin skriðin yfir milljarðinn sem verktakinn á inni. 

Íslenskir aðalverktakar hafa verið með um 150 manns í vinnu við Tónlistarhúsið að undanförnu. Verkið hefur ekki verið unnið á fullu skriði en með nýrri fjármögnun er vonast til að úr rætist á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert