Samband íslenskra sveitarfélaga á í viðræðum við Kennarasamband Íslands og menntamálaráðuneytið um að fækka lögbundnum kennsludögum í grunnskólum.
Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, sagði við Ríkisútvarpið að um væri að ræða tímabundna breytingu, ætlaða til þess að verja störf. Breytingin þyrfti að koma til frá og með næsta skólaári.