Staða Landsvirkjunar erfið að mati fjárfesta

Þrátt fyrir sterka lausafjárstöðu, í samanburði við önnur íslensk fyrirtæki, eru fjármögnunarmöguleikar fyrir Landsvirkjun (LV) litlir sem engir í augnablikinu.

Agnar Tómas Möller, hjá GAM Management sem sérhæfir sig í sjóðsstýringu og ráðgjöf á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði, segir að fjárfestar meti stöðu LV erfiða nú um stundir. „Við höfum séð nokkurt framboð að undanförnu á skuldabréfum útgefnum af Landsvirkjun í erlendri mynt og vaxtaálag þeirra hefur farið vaxandi. Í vikunni sáum við til að mynda bréf með gjalddaga eftir 5 og 17 ár sem voru með um 18 prósenta vaxtaálagi, sem samsvarar því að hægt sé að kaupa bréfið á 61 prósents afslætti annars vegar og 88 prósenta hins vegar vegar, miðað við höfuðstól bréfanna.“

Þetta bendi til að fjárfestar meti stöðu fyrirtækisins erfiða eða í versta falli slæma. Sérstaklega hafi mikil áhrif hversu illa íslenska ríkið, eigandi fyrirtækisins, stendur, segir Agnar Tómas.

Fjárfestar telji ríkið ekki geta komið fyrirtækinu til hjálpar fari svo að það fái ekki lán á þessu ári eða því næsta. Landsvirkjun hefur lausafé út næsta ár fari fyrirtækið ekki út í neinar framkvæmdir sem kalla á útgjöld. Forsvarsmenn Landsvirkjunar segja stöðuna sterka en alþjóðlega fjármálakreppan og slæmt orðspor Íslands erlendis geri þeim, eins og öðrum, erfitt fyrir.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið rætt hjá stjórnvöldum og LV að fé sem bundið er í jöklabréfum verði notað til að liðka fyrir fjármögnun fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert