Úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Rútan stóð við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja við höfnina.
Rútan stóð við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja við höfnina. mynd/Eyjafréttir.is

Tveir ungir menn voru í nótt úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa kveikt í rútu við húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja aðfaranótt miðvikudagsins 1. apríl.

Að sögn lögreglunnar hafa mennirnir ekki komið við sögu lögreglunnar áður í alvarlegum málum. Skýrslutökur munu halda áfram í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka