Vilja taka önnur mál framfyrir

Sjálf­stæðis­menn leggja til að umræða um stjórn­skip­un­ar­lög verði færð aft­ur fyr­ir það sem þeir telja brýnni mál­efni á borð við heim­ild til samn­inga um ál­ver í Helgu­vík, tekju­skatt og breyt­ing­ar á ýms­um lög­um er varða fjár­mála­markaðnum sem sett er á dag­skrá síðar í dag. Nú er verið að ræða fund­ar­stjórn for­seta á þingi.

Guðbjart­ur Hann­es­son, for­seti þings­ins, seg­ir að fyr­ir­liggj­andi dag­skrá þings­ins standi. Sam­kvæmt henni eiga umræður um stjórn­skip­un­ar­lög að vera næst á dag­skrá þegar umræðum um störf þing­for­seta lýk­ur.

Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði ljóst að samstaða væri um það meðal þing­manna allra þing­flokka nema Sjálf­stæðis­flokks­ins, að taka stjórn­ar­skip­un­ar­lög næst til umræðu. Minnti hún á að Sjálf­stæðis­menn réðu ekki leng­ur dag­skrá þings­ins. Sagði hún afar óeðli­legt að Sjálf­stæðis­menn ein­ir í and­stöðu við meiri­hluta þings­ins reyndu að þvinga þing­heim til þess að hafa dag­krá þings­ins eft­ir þeirra höfði. Vísaði hún þar til þeirr­ar hót­un­ar sem liggi í loft­inu þess efn­is að Sjálf­stæðis­menn hygg­ist beita málþófi um stjórn­skip­un­ar­lög. For­seti þings­ins hef­ur orðið við þeirri beiðni Sjálf­stæðismanna að tvö­falda ræðutím­ann, sem þýðir að fyrstu fram­sög­ur nefnd­ar­manna verði klukku­tími og annarra þing­manna 40 mín­út­ur, en eft­ir það verður ræðutím­inn 20 mín­út­ur en þing­menn geta tekið til máls eins oft og þeir vilja.

For­seti þings­ins hyggst verða við beiðni Sjálf­stæðismanna og funda með þing­flokks­for­mönn­um í há­deg­inu. Þar er ætl­un­in að ræða nán­ar dag­skrá þings­ins. Tók hann þó fram að dag­skrá þings­ins yrði eft­ir sem áður fylgt fram að há­deg­is­hléi sem hefst kl. 13.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, legg­ur til að boðaður fund­ur verði þegar hald­inn eða mat­ar­hléi flýtt til þess að koma í veg fyr­ir ómál­efna­leg­ar umræður um störf þings­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert