180 kannabisplöntur teknar í Sandgerði

Lögreglan á Suðurnesjum upprætti kannabisframleiðslu í Sandgerði í fyrrinótt þegar ráðist var til inngöngu í íbúðarhúsnæði við Brekkustíg. Á vef Víkurfrétta segir að teknar hafi verið 180 plöntur á ýmsum stigum. Margar þeirra voru fullvaxnar, en aðrar sem græðlingar. Einn maður var handtekinn í tengslum við málið.

Kannabisplönturnar hafa verið skornar og settar í geymslu. Plönturnar voru á ýmsum stigum, allt frá því að vera litlir sprotar upp í það að vera fullvaxnar plöntur sem voru farnar að gefa af sér afurðir.

Á vef vf.is segir að þessi ræktun í Sandgerði sé fyrsta stóra framleiðslan sem lögreglan á Suðurnesjum gerir upptæka í herferð lögreglunnar gegn kannabisræktun sem verið hefur áberandi í fréttum sl. daga og vikur.

Víkurfréttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka