88% ánægð með líf sitt

Tæplega 36% Íslendinga eru almennt séð mjög ánægð með líf …
Tæplega 36% Íslendinga eru almennt séð mjög ánægð með líf sitt. mbl.is

Tæplega 36% Íslendinga eru almennt séð mjög ánægð með líf sitt og 52% frekar ánægð, samkvæmt niðurstöðum úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ef niðurstöðurnar eru bornar saman við sambærilega könnun árið 1995 sést að hlutfall þeirra sem eru mjög ánægð hefur lækkað um fjögur prósentustig en hlutfall þeirra sem eru frekar ánægð hækkuð um þrjú prósentustig.

Niðurstöður könnunarinnar voru greinar frekar, og kom m.a. í ljós marktækur munur á afstöðu fólks eftir aldri, menntun og búsetu. Hlutfall þeirra sem eru ánægðir með líf sitt er hæst á meðal fólks í yngstu og elstu aldurshópunum. Fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins er þá ánægðara með líf sitt en íbúar höfuðborgarsvæðisins.


Jafnframt er marktækur munur eftir stjórnmálaskoðun og fjölskyldutekjum. Eftir því sem tekjur fólks aukast er það ánægðara með líf sitt. Athygli vekur að hlutfall ánægðra er hæst á meðal framsóknarmanna en lægst á meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert