Á aðalfundi Landsvirkjunar sem fram fór í dag var kjörin ný stjórn fyrirtækisins til eins árs. Nýr stjórnarformaður Landsvirkjun er Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst. Hún tekur við af Ingimundi Sigurpálssyni.
Aðrir í stjórn Landsvirkjunar eru Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur við Umhverfisstofnun, varaformaður,Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Póstsins Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og Stefán Arnórsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Úr rstjórn gengu Gylfi Árnason verkfræðingur og Jóna Jónsdóttir viðskiptafræðingur.
Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Birgir Jónsson, jarðverkfræðingur við Háskóla Íslands, Huginn Freyr Þorsteinsson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, Jóna Jónsdóttir, viðskiptafræðingur við Háskólann á Akureyri og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, bóndi á Egilsstöðum.