Þrír menn, sem voru handteknir í Vestmannaeyjum vegna rútubruna fyrr í vikunni, hafa játað að hafa átt aðild að íkveikjunni, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld.
Lögreglan segir að mennirnir hafi verið látnir lausir eftir að hafa viðurkennt aðild að íkveikju í rútu fyrir utan bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja með eldfimum vökva. Einn mannanna er slökkviliðsmaður, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að mennirnir tengist öðrum íkveikjum í Vesmannaeyjum.