Játuðu aðild að íkveikju

Brynjar Gauti

Þrír menn, sem voru hand­tekn­ir í Vest­manna­eyj­um vegna rútu­bruna fyrr í vik­unni, hafa játað að hafa átt aðild að íkveikj­unni, að sögn lög­regl­unn­ar í Vest­manna­eyj­um í kvöld.

Lög­regl­an seg­ir að menn­irn­ir hafi verið látn­ir laus­ir eft­ir að hafa viður­kennt aðild að íkveikju í rútu fyr­ir utan báta­skýli Björg­un­ar­fé­lags Vest­manna­eyja með eld­fim­um vökva. Einn mann­anna er slökkviliðsmaður, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Ekk­ert hef­ur komið fram sem bend­ir til þess að menn­irn­ir teng­ist öðrum íkveikj­um í Ves­manna­eyj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert