Ný flugvél Gæslunnar kemur í júlí

Ný flugvél Landhelgisgæslunnar
Ný flugvél Landhelgisgæslunnar

Ný flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-SIF kem­ur til lands­ins þann 9. júlí og er það nokkuð á und­an áætl­un.  Vél­in er af gerðinni Dash-8 Q300 og eru sams­kon­ar flug­vél­ar notaðar hjá strand­gæsl­um og eft­ir­lits- og björg­un­araðilum víða um heim. 

Kaup­samn­ing­ur var und­ir­ritaður í maí 2007 og var samn­ings­verð 32,2 millj­ón­ir doll­ara.  All­ar áætlan­ir um tíma og verð hafa staðist full­kom­lega.  Ef eitt­hvað er mun verkið verða und­ir kostnaðaráætl­un, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.
 
Vél­in er smíðuð hjá Bomb­ar­dier í Kan­ada en ísetn­ing tækni­búnaðar fer fram hjá Field Aviati­on í Kan­ada. 
 
Þjálf­un á flug­vél­ina er að hefjast  nú um helg­ina.
 


Vélin er smíðuð hjá Bombardier í Kanada
Vél­in er smíðuð hjá Bomb­ar­dier í Kan­ada
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert