Ný flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kemur til landsins þann 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun. Vélin er af gerðinni Dash-8 Q300 og eru samskonar flugvélar notaðar hjá strandgæslum og eftirlits- og björgunaraðilum víða um heim.
Kaupsamningur var undirritaður í maí 2007 og var samningsverð 32,2 milljónir dollara. Allar áætlanir um tíma og verð hafa staðist fullkomlega. Ef eitthvað er mun verkið verða undir kostnaðaráætlun, að því er segir í tilkynningu.
Vélin er smíðuð hjá Bombardier í Kanada en ísetning tæknibúnaðar fer fram hjá Field Aviation í Kanada.
Þjálfun á flugvélina er að hefjast nú um helgina.