Rannsaka útlán bankanna

Nefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, …
Nefndina skipa þau Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson, sem er formaður, og Sigríður Benediktsdóttir. mbl.is/Ómar

Sam­tals voru út­lán til 100 stærstu skuld­ara föllnu viðskipta­bank­anna um helm­ing­ur heild­ar­út­lána þeirra. Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is vinn­ur nú  að frek­ari grein­ingu á út­lán­um bank­anna og þróun þess­ara lána með til­liti til trygg­inga og í hvað verið var að lána.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi nefnd­ar­inn­ar, sem hald­inn var í dag. 

Nefnd­in hef­ur m.a. aflað gagna frá bönk­un­um og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, m.a. fengið skýrsl­ur frá end­ur­skoðend­um sem falið var að skoða starf­semi bank­anna síðustu miss­er­in fyr­ir hrun þeirra. Er nú unnið að frek­ari grein­ingu á út­lán­um og ann­arri fyr­ir­greiðslu sem bank­arn­ir veittu, sér­stak­lega á ár­un­um 2007 og 2008 eða fram að falli þeirra. Þessi at­hug­un bein­ist bæði að fyr­ir­greiðslu sem veitt var hér á landi og einnig í úti­bú­um og  dótt­ur­fé­lög­um sem til­heyrðu viðkom­andi sam­stæðu.

Fram kom á fund­in­um, að í ljósi þess að viðskipti með hluta­bréf hafa verið fyr­ir­ferðamik­il í ís­lensku viðskipta­lífi á síðustu árum fjár­mála­fyr­ir­tæki leikið stórt hlut­verk bæði í viðskipt­un­um og lán­veit­ing­um til þeirra. Rann­sókn­ar­nefnd­in hef­ur  auk þess að at­huga sér­stak­lega viðskipti með hluta­bréf og stofn­fjár­hluti í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um lagt grunn að því að gera með ra­f­ræn­um hætti út­tekt á hluta­bréfaviðskipt­um í Kaup­höll Íslands á síðustu árum.

Sögðu nefnd­ar­menn, að slík at­hug­un gefi færi á því að kanna hverj­ir áttu viðskipti með hluta­bréf­in, á hvaða tíma og fyr­ir hvaða verð.  Þessi at­hug­un nefnd­ar­inn­ar sé meðal ann­ars liður í því að kanna hvort ætla megi að til­tekn­ir aðilar hafi haft áhrif á hluta­bréfa­verð og þá í hvaða til­gangi ætla megi að það hafi verið gert.

Heimasíða rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert