Reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Reynt var í nótt að brjótast inn í hraðbanka frá Sparisjóði Keflavíkur, sem staðsettur er í þjónustukjarna Lang-bests og Samkaupa á Vallarheiði.  Þjófurinn eða þjófarnir komust ekki inn í hraðbankann en skemmdu hann það mikið við verknaðinn að hann er talinn ónýtur eftir. 

Að sögn lögreglu kostar hraðbanki af þessari gerð á bilinu 5-6 milljónir króna.  Lögreglan biður alla sem gætu gefið einhverjar upplýsingar varðandi málið að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert