Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að námslán til námsmanna vegna sumarkennslu í Háskóla Íslands kosti marga milljarða.
Engin ákvörðun liggur fyrir en málið var til umræðu í ríkisstjórn í morgun. Hún segir að verið sé að kanna hvað það kosti að láta námsmenn mæla göturnar en það sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt af mörgum ástæðum.Hópur undir forystu Iðnaðarráðuneytisins vinnur að því að skapa sumarstörf fyrir námsmenn en Menntamálaráðherra vill að bæði ráðuneytin leggi saman til að finna farsæla lausn. Niðurstaða þess verður svo lögð fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag.
Tíu þúsund námsmenn gætu orðið án vinnu í sumar þar af sexþúsund úr Háskóla Íslands. Þetta fólk á takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta en það þarf væntanlega að leita eftir aðstoð til framfærslu ef það hefur hvorki námslán eða vinnu. Katrín segir ljóst að kostnaður verði mikill hvað sem verður ákveðið, og það sé verið að skoða þann þátt málsins.