Tugir starfa við hönnun virkjunar

Frumhönnun nýrrar jarðvarmavirkjunar á Filippseyjum hefst á næstunni, en virkjunin er verkefni íslenska félagsins Envent Holding ehf. Það er í eigu Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest. Virkjunin á að verða 150 megavött í heild, en hér er um að ræða fyrsta áfangann, 50 megavött, sem áætlað er að kosti 150 milljónir Bandaríkjadala.

Rannsóknaráfanga verkefnisins er að ljúka og er gerð hagnýtingarskýrslu fyrsta skref í framkvæmdaáfanganum. Envent auglýsir nú eftir tilboðum í gerð skýrslunnar.

Virkjunin verður á Biliran-eyju, á háhitasvæði sem upphaflega var rannsakað árið 1982. Dótturfélagi Envent og filippseysks samstarfsaðila var í júlí 2008 úthlutað rannsóknar- og nytjaleyfi fyrir svæðið.

Forsvarsmenn Envent segja að ef öll ráðgjafar- og hönnunarvinna fari fram á Íslandi skapist af því tugir starfa hjá íslenskum verkfræðistofum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert