Athafnamaðurinn Jón Ólafsson og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um lánveitingar íslenskra banka til fyrirtækisins. Hann segir fyrirtækið, sem rekur vatnsverksmiðju í Ölfusi, ekki hafa fengið lán hjá nýju ríkisbönkunum þremur né forverum þeirra.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
„Að gefnu tilefni vil ég upplýsa að Icelandic Water Holdings, sem rekur vatnsverksmiðjuna í Ölfusi, hefur ekkert lán fengið hjá nýju ríkisbönkunum þremur né heldur hjá forverum þeirra, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum. Hvorki byggingarframkvæmdir né rekstur verksmiðjunnar hafa verið fjármagnaðar með aðstoð þessara banka né heldur fyrir tilstilli eða með afskiptum einstakra þingmanna eða ráðherra. Vonast ég til að þar með sé fyrirspurnum og vangaveltum um þetta mál að fullu svarað.
Jón Ólafsson,
stjórnarformaður Icelandic Water Holdings.“