Kominn úr öndunarvél

Lögreglan biður öll vitni að atburðinum að gefa sig fram.
Lögreglan biður öll vitni að atburðinum að gefa sig fram.

Karlmaður á þrítugsaldri sem ráðist var á í Lækjargötu í Reykjavík um kl. 4.30 í nótt er kominn úr öndunarvél, skv. upplýsingum frá Landspítalanum. Ástand hans er alvarlegt og liggur hann á gjörgæsludeild LSH, undir eftirliti. Lögregla leitar enn karlmanns og konu sem talin eru tengjast árásinni.

Til átaka kom við leigubíl við strætóskýlið til móts við Stjórnarráðið og fékk lögreglan tilkynningu um atburðinn kl. 4.43 í nótt. Átökunum lauk með því að þolandinn var fluttur á slysadeild með höfuðáverka. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél.

Lögreglan leitar nú karlmanns og konu sem tengjast málinu, en til þeirra sást ganga vestur Hafnarstræti. Óskað er eftir að þau gefi sig fram og eins að þau vitni sem kunna að hafa verið að málinu hafi samband við lögreglu í síma 444 1100.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert