Kominn úr öndunarvél

Lögreglan biður öll vitni að atburðinum að gefa sig fram.
Lögreglan biður öll vitni að atburðinum að gefa sig fram.

Karl­maður á þrítugs­aldri sem ráðist var á í Lækj­ar­götu í Reykja­vík um kl. 4.30 í nótt er kom­inn úr önd­un­ar­vél, skv. upp­lýs­ing­um frá Land­spít­al­an­um. Ástand hans er al­var­legt og ligg­ur hann á gjör­gæslu­deild LSH, und­ir eft­ir­liti. Lög­regla leit­ar enn karl­manns og konu sem tal­in eru tengj­ast árás­inni.

Til átaka kom við leigu­bíl við strætó­skýlið til móts við Stjórn­ar­ráðið og fékk lög­regl­an til­kynn­ingu um at­b­urðinn kl. 4.43 í nótt. Átök­un­um lauk með því að þoland­inn var flutt­ur á slysa­deild með höfuðáverka. Hon­um er nú haldið sof­andi í önd­un­ar­vél.

Lög­regl­an leit­ar nú karl­manns og konu sem tengj­ast mál­inu, en til þeirra sást ganga vest­ur Hafn­ar­stræti. Óskað er eft­ir að þau gefi sig fram og eins að þau vitni sem kunna að hafa verið að mál­inu hafi sam­band við lög­reglu í síma 444 1100.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert