Mótmæla breyttum opnunartíma skotsvæðis

Byssumaður mundar vopn sitt.
Byssumaður mundar vopn sitt. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Félagar í Skotveiðifélagi Reykjavíkur og Skotreyn eru afar ósáttir við breytingar á opnunartíma skotsvæðisins í Álfsnesi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur auglýst breytingar á starfsleyfi skotveiðisvæðisins. Í þeim er gert ráð fyrir að aðeins sé opið annan helgardag vikunnar.

Fannar Bergsson, formaður Skotreynar, segir að frestur til að skila athugasemdum vegna breytinganna renni út í dag. Stjórnin félagsins mótmælir breytingunum harðlega og hefur gert þá tillögu að opið verði um helgar. Fannar segir ljóst að breyttur opnunartími hafi neikvæð áhrif á ýmsa þætti í starfsemi félagsins, t.d. tekjuöflun og félagsstarf. Einnig gefist þá minni tími með nýliðum, s.s. við kennslu á meðferð skotvopna.

Fannar bendir einnig á að menn hætti ekki að skjóta þó svo að lokað sé annan helgardag. Líklegra er að menn leiti annað, m.a. á opin svæði í nágrenni Reykjavíkur, með tilheyrandi mengunar- og slysahættu.

Breytingarnar eru m.a. gerðar vegna kvartana íbúa í nágrenni við skotsvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert