Scotland Yard tapaði á falli Landsbankans

Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir borgarstjóra Lundúna.
Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir borgarstjóra Lundúna.

Breska lög­regl­an, Scot­land Yard, tapaði 30 millj­ón­um punda með falli ís­lensku bank­anna.  Setti Scot­land Yard fé sitt aft­ur inn á reikn­ing hjá Lands­bank­an­um nokkr­um vik­um eft­ir að hafa tekið allt fé út af sams­kon­ar reikn­ing­um sam­kvæmt ráðlegg­ing­um fjár­mála­sér­fræðings lög­regl­unn­ar.

Að sögn breska blaðsins Obser­ver tók Scot­land Yard all­ar fjár­fest­ing­ar sín­ar í Lands­bank­an­um út í apríl á síðasta ári í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar féhirðis síns, Ken Hunt. Strax í júní, aðeins nokkr­um vik­um síðar voru 10 millj­ón­ir punda svo lagðar inn á reikn­inga í bank­an­um aft­ur án þess að féhirðir­inn væri lát­inn vita. 20 millj­ón­ir punda til viðbót­ar voru svo lagðar inn á reikn­inga bank­ans 23. sept­em­ber, nokkr­um dög­um fyr­ir hrunið.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar koma fram í tveim­ur op­in­ber­um skýrsl­um og er málið, að sögn Obser­ver hið vand­ræðal­eg­asta fyr­ir borg­ar­stjóra Lund­úna, Bor­is John­son, sem er yf­ir­maður stjórn­ar lög­regl­unn­ar.  Sæt­ir stjórn­in mik­illi gagn­rýni í skýrsl­unni fyr­ir skort á skýr­um verklags­regl­um við yf­ir­sýn fjár­fest­inga.

„Þetta er al­gjört stór­slys,“ sagði Jenny Jo­nes, sem sit­ur í stjórn­inni fyr­ir hönd Græna flokks­ins. „Þetta er hræðileg eyðsla á fjár­mun­um og sýn­ir hið raun­veru­lega vanda­mál við fyr­ir­komu­lagið. Op­in­ber stofn­un á ekki að geta fjár­fest fyr­ir 30 millj­ón­ir punda án þess að féhirðir­inn viti ná­kvæm­lega hvað er að ger­ast.“

Stjórn lög­regl­unn­ar fjár­festi fyrst í Lands­bank­an­um í fe­brú­ar í fyrra vegna þeirra góðu vaxta sem bank­inn bauð. Lög­regl­an vissi hins veg­ar í apríl af nei­kvæðu mati Fitch mats­fyr­ir­tæk­is­ins á bank­an­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert