Ekki gafst færi á Gordon Brown

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands Reuters

„Þetta var ekki neinn formlegur fundur. Ég og breski forsætisráðherrann höfum nú ekki verið að hlaupa upp um hálsinn hvor á öðrum,“ segir Össur Skarphéðinsson, sem hitti Gordon Brown stuttlega á leiðtogafundi NATO. Ekki gafst færi á að ræða við Brown um skýrslu fjárlaganefndar breska þingsins um hrun íslensku bankanna.

„Hann var í hópi með Nicolas Sarkozy og Steve Harper frá Kanada þegar við hittumst. Við gengum í flasið hvor á öðrum svo ekki var annað hægt en að heilsast. Ég ætlaði mér að ná tali af þeim betur, honum og David Miliband utanríkisráðherra, en þessi fundur tafðist mikið vegna stimpinga að tjaldabaki í tengslum við kjörið á nýjum framkvæmdastjóra bandalagsins. Þessir menn voru meira og minna á fundum til að leysa það mál. Dagskránni seinkaði allri svo ekki gafst tóm til að ræða við ýmsa sem við vorum búnir að setja upp fundi með.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert