Umsóknum um dvöl í orlofshúsum stéttarfélaganna í sumar hefur fjölgað mikið frá því í fyrra. Talsmenn félaganna telja víst að eftirspurnin hafi aukist vegna færri utanlandsferða í ljósi efnahagsástandsins.
„Ég hef það á tilfinningunni að fólk vilji heldur vera heima,“ segir Margrét Þórisdóttir, orlofs- og starfsmenntunarsjóðsfulltrúi hjá Bandalagi háskólamanna, BHM.
Alls bárust 1.435 umsóknir um orlofshús til BHM í ár. Í fyrra voru umsóknirnar 979 og fjölgunin er því rúmlega 46 prósent, að sögn Margrétar.
„Við höfðum á tilfinningunni að þetta yrði svona og erum þess vegna með meira í boði nú en í fyrra. Ef allir kæmu sér saman um að dreifa sér á vikurnar fengju 788 úthlutun en það er náttúrlega aldrei þannig. Flestir vilja vera yfir mitt sumarið,“ greinir Margrét frá.
Hún bætir því við að í ár hafi færri umsóknir borist í orlofsíbúðir erlendis en í fyrra. Þær hafi þó ekki verið miklu færri.
Nánar er fjalla ðum málið í Morgunblaðinu í dag.