Mörður játar söng á þingi

Mörður Árnason.
Mörður Árnason.

„Já, það er satt hjá Birgi Ármannssyni. Ég er sekur. Hinn 16. nóvember árið 2004 söng ég „Hani, krummi, hundur, svín“ í ræðustól alþingis,“ segir Mörður Árnason á vefsvæði sínu í dag. Í umræðu á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta greindi Birgir frá því að fleiri þingmenn en Árni Johnsen hefðu sungið í ræðustól.

„Öfugt við Mister Johnsen var minn söngur ekki hluti af neinskonar málþófi heldur framlag til umræðu um nýjan þjóðsöng sem tveir varamenn Sjálfstæðisflokksins hófu, þau Sigríður Ingvarsdóttir og Hilmar Ingvarsson.“

Ræða Marðar á Alþing
(Mörður hefur söng eftir fimm mínútur)

Vefsvæði Marðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert