Óttast áhlaup á Kaupþing

Seðlabanki Íslands óttaðist að áhlaup yrði gert á Nýja Kaupþing sem bankinn myndi ekki ráða við ef MP banki fengi að kaupa útibúanet SPRON. Heimildir Morgunblaðsins herma að Seðlabankinn hafi talið mögulegt að fyrrum viðskiptavinir SPRON, sem hafa verið fluttir til Nýja Kaupþings, myndu flykkjast aftur yfir í sín gömlu útibú með þeim afleiðingum að Kaupþing hefði ekki bolmagn til að greiða út allar innstæður þeirra.

Vegna þessa hefur Seðlabankinn beitt sér fyrir því að Fjármálaeftirlitið (FME) tefji kaup MP banka á útibúanetinu og Netbankanum, nb.is, en kaupin eru háð samþykki FME.

Deilur komu í veg fyrir opnun

Til stóð að útibú SPRON myndu verða opnuð í dag en deilur helgarinnar komu í veg fyrir það. Allir málsaðilar unnu að lausn þess í gær og leitað var leiða til að sætta sjónarmið. Líkur eru á því að endanleg niðurstaða liggi fyrir síðar í dag.

Stjórnendur Nýja Kaupþings hótuðu skilanefnd SPRON lögsókn vegna sölu á eignunum í síðustu viku, en nefndin hafði þá samþykkt að selja MP banka þær á 800 milljónir króna. Sú ráðstöfun olli Kaupþingsmönnum áhyggjum þar sem þeir töldu að eignir SPRON hefðu átt að vera til tryggingar þeim innlánum sem færð voru yfir í bankann. Því hefði getað komið upp sú staða að útvega þyrfti fjármagn með mjög skömmum fyrirvara, annaðhvort með fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum eða með brunaútsölu á eignum SPRON, til að standast áhlaup fyrrum viðskiptavina SPRON.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka