Vopnfimur ráðherra

Hermann Valsson sat fyrir iðnaðarráðherra á Austurvelli í dag og kynnti fyrir honum nýung í menningartengdri ferðamennsku. Þetta eru svokallaðar víkingaferðir sem gera meðal annars út á að kynna erlendum ferðamönnum vopnaburð víkinga.

Hermann segir að ferðamönnum verði kennt að nota vopn og verjur íslenskra víkinga svo sem spjót, sverð og axir og kynna þeim undirstöðurnar í bardagalistum. Ekki stendur til að gera út á útrásarvíkinga að svö stöddu þótt umheimurinn horfi mest til þeirra nú um stundir.

En það fór illa fyrir hinum kokhrausta víkinga þegar hann ætlaði að kenna iðnaðarráðherra bardagalistir. Ráðherrann syndi á sér nýjar og óvæntar hliðar. En Hermann Valsson fékk það sem Gordon Brown fékk ekki. Að sitja fyrir á mynd með Össuri Skarphéðinssyni.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert