Skýrslan þungur dómur yfir Darling

Alistair Darling, frármálaráðherra Bretlands með Gordon Brown forsætisráðherra um það …
Alistair Darling, frármálaráðherra Bretlands með Gordon Brown forsætisráðherra um það leyti sem íslensku bankarnir féllu. Reuters

 Skýrsla fjárlaganefndar neðri deildar breska þingsins kemur til með að auðvelda Íslendingum að komast af hryðjuverkalista breskra stjórnvalda og mun styrkja málstað Landsbankans í málsókn hans gegn breskum stjórnvöldum og hugsanlega málstað íslenskra stjórnvalda í samningaviðræðum vegna Icesave-reikninganna, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. „Ég bind sérstaklega vonir við að hún auðveldi okkur að ná af okkur þessari frystingu. Það verður erfitt fyrir bresk stjórnvöld að viðhalda henni þegar þeir fá svona þunga gagnrýni frá sínu eigin þingi,“ segir Steingrímur.

Árni Mathiesen fagnar skýrslunni og segir hana þungan dóm yfir verkum Alistairs Darlings. Hefði hann sjálfur sem fjármálaráðherra fengið viðlíka umsögn frá fjárlaganefnd íslenska þingsins hefði hann talið það verulegt íhugunarefni. Skýrslan ætti að teljast þungt högg fyrir pólitíska stöðu Darlings.

Komið öðruvísi fram við Kaupþing

Annar áhugaverður hluti af skýrslunni er að sögn Árna gagnrýni nefndarinnar á samskipti breska fjármálaeftirlitsins (FSA) og fjármálaeftirlitsins á eynni Mön. „Kaupþing Singer & Friedlander (KS&F) var auðvitað breskur banki,“ segir Árni. Starfsstöð hans á Mön hafi, rétt fyrir fallið, flutt fjármuni yfir í bankann í Bretlandi, eftir að hafa haft samráð við og leitað upplýsinga hjá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi verið til að bæta stöðu KS&F á Mön.

Fulltrúar Manar kvarti mikið yfir því við nefndina að þeir hafi ekki fengið nægilega góðar upplýsingar hjá FSA og allt önnur samskipti verið við þá um KS&F í Bretlandi, heldur en þegar um var að ræða aðra breska banka, eins og Bradford&Bingley og Northern Rock.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert