Stefndi inn í íbúðahverfi

Frá vettvangi á Víkurvegi í kvöld.
Frá vettvangi á Víkurvegi í kvöld. mbl.is/Júlíus

Maður­inn sem flúði und­an lög­reglu í Reykja­vík á tí­unda tím­an­um í kvöld ók á allt að 180 kíló­metra hraða á köfl­um og stafaði mik­il ógn af hon­um. Að sögn lög­reglu var tölu­verð um­ferð all­an tím­ann á meðan eft­ir­för­inni stóð en maður­inn skeytti engu um það held­ur ók utan í bíl veg­far­anda á ferð og fjór­ar lög­reglu­bif­reiðar áður en yfir lauk.

Eft­ir­för­in hófst á Bú­staðar­vegi við Gríms­bæ, þegar lög­regl­an stöðvaði bif­reiðina og hafði af­skipti af öku­manni henn­ar, manni á þrítugs­aldri. Hann sýndi hins­veg­ar mótþróa, setti aðeins rifu á bíl­rúðuna og neitaði að tala við lög­reglu og brunaði svo af stað út Bú­staðar­veg niður á Reykja­nes­braut. 

Þar fer maður­inn yfir á rauðu ljósi og huns­ar alla um­ferð, ekur utan í lög­reglu­bif­reið, yfir um­ferðareyju og snýr við. Á leiðinni aft­ur út Reykja­nes­braut­ina í átt að Miklu­braut ekur hann utan í tvær lög­reglu­bif­reiðar til viðbót­ar og bíl veg­far­anda á ferð. Ók hann þá sem leið lá upp Ártúns­brekk­una á 180 kíló­metra hraða en hjá hring­torg­inu við Korpu gerði lög­regla fyrstu til­raun til að þvinga hann út af veg­in­um án ár­ang­urs. 

Ekki annað í stöðunni að mati lög­reglu

Að sögn Rík­h­arðs Stein­gríms­son­ar, úti­v­arðsstjóra lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, stafaði mik­il hætta af mann­in­um og ekki um annað að ræða en að stöðva för hans enda munaði margsinn­is aðeins hárs­breidd að stór­slys yrði. Þegar tókst að þvinga hann út af veg­in­um við Vík­ur­veg stefndi hann inn í íbúðahverfi og ekki fór á milli mála að hann hugðist ekki stöðva bíl­inn und­ir nein­um kring­umsstæðum. Nokkr­ir lög­reglu­bíl­ar þurftu að króa hann af utan veg­ar þar sem hann gerði til­raun­ir til að kom­ast upp á veg­inn aft­ur og halda för­inni áfram.

Maður­inn var sem fyrr seg­ir hand­tek­inn í kjöl­farið, ómeidd­ur, ásamt farþega sem einnig var í bíln­um. Hann verður færður til yf­ir­heyrslu en grun­ur er á að hann hafi ekið und­ir áhrif­um fíkni­efna.  Um 8 lög­reglu­tæki, bæði bíl­ar og mótor­hjól, tóku þátt í eft­ir­för­inni með bein­um hætti en að sögn Rík­h­arðs voru all­ir lög­reglu­bíl­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í viðbragðsstöðu vegna máls­ins. 

Fjór­ir lög­reglu­bíl­ar urðu fyr­ir skemmd­um vegna akst­urs manns­ins en eng­inn meidd­ist. 

Fjórir lögreglubílar króuðu bílinn af á Víkurvegi
Fjór­ir lög­reglu­bíl­ar króuðu bíl­inn af á Vík­ur­vegi mbl.is/​Júlí­us
mbl.is/​Júlí­us
mbl.is/​jakob fann­ar
mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert