Tafir í Hvalfjarðargöngum í nótt

Vegna þrifa á vegstikum og umferðarmerkjum verða umferðartafir í Hvalfjarðargöngum í nótt, frá miðnætti og fram undir morgun, að sögn vegagerðarinnar.

Vegir eru auðir á Suður- og Suðausturlandi, að því er fram kemur á vef vegagerðarinnar. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði, hálkublettir og snjókoma í Borgarfirði. Á Steingrímsfjarðarheiði er snjóþekja og skafrenningur. Vegna mikillar snjóflóðahættu hefur mokstri verið hætt á Hrafnseyrarheiði að sinni.

Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur á Öxnadalsheiði, hálkublettir og éljagangur víða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert