Þingfundur hóst á ný klukkan 21. Á honum var gert hlé til að þingmenn gætu horft á beina útsendingu RÚV á framboðsfundi á Ísafirði. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér hljóðs í upphafi og benti á að útsendingin væri enn í gangi. Hún fór þess á leit að fundinum yrði frestað á meðan útsendingin stæði. Fundi var ekki frestað.
Í þinghléinu kom umhverfisnefnd Alþingis saman til fundar. Á fundinum var rætt um umdeilda þingsályktunartillögu um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum. Tillagan var afgreidd úr nefnd en alls óvíst er hvort að hún verði tekin fyrir á Alþingi fyrir þinglok. Tillagan var flutt af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Kristni H. Gunnarssyni.
Umræða um stjórnskipunarlög stendur enn yfir og eru sautján á mælendaskrá. Eingöngu sjálfstæðismenn og Kristinn H. Gunnarsson.