Þungatakmarkanir víða um land

Þungatakmarkanir eru nú á vegum víða um land.

Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en að því frátöldu eru vegir auðir um allan suðurhelming landsins, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og austur á firði.

Hálkublettir eru á Fróðárheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi en snjóþekja á Vatnaleið. Á Holtavörðuheiði er hálka og þoka.

Hálkublettir eru á heiðum og hálsum í Dölum og í Barðastrandarsýslum. Eins eru hálkublettir við Djúp en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og á Ennishálsi.

Hálka eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi, fyrst og fremst á heiðum og annesjum. Það Snjóþekja er á Mývatnsheiði og austur yfir öræfin. Eins á Vopnafjarðarheiði og á köflum með ströndinni. Að mestu er autt á vegum á Austurlandi en þó eru hálkublettir á Jökuldal, Oddsskarði og Breiðdalsheiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert