Vilja taka stjórnskipunarlög af dagskrá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, lagði dagskrártillöguna fram.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, lagði dagskrártillöguna fram.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokks lagði í dag fram sérstaka dagskrártillögu á fundi Alþingis um að þingfundi sem nú stendur yfir verði slitið og boðað til nýs fundar með nýrri dagskrá. Gerir tillaga sjálfstæðismanna ekki ráð fyrir því að  frumvarp til stjórnskipunarlaga verði á dagskrá fundarins.

Verið er að greiða atkvæði um tillöguna og sögðust þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja með tillögunni greiða fyrir því, að mikilvæg mál komist í gegnum þingið.

Sjálfstæðismenn leggja til, að á fundinum í dag verði rætt um heimild til samninga um álver í Helguvík, um hærri vaxtabætur, endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja  um fjármálafyrirtæki, breytingu á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn og listamannalaun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert