30 milljóna styrkur

FL Group heitir nú Stoðir.
FL Group heitir nú Stoðir.

FL Group veitti Sjálf­stæðis­flokkn­um 30 millj­óna króna styrk í des­em­ber 2006, að því er kom fram í frétt­um Stöðvar 2. Þar sagði, að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefði styrk­inn m.a. til at­hug­un­ar en það embætti rann­sak­ar nú bók­hald FL Group.

1. janú­ar 2007 tóku gildi lög um að stjórn­mála­flokk­um væri óheim­ilt að taka við hærri fjár­styrkj­um en sem næmu 300 þúsund krón­um frá ein­stök­um lögaðila.

Haft var eft­ir Andra Ótt­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins, að flokk­ur­inn hafi ekki frek­ar en aðrir flokk­ar verið með opið bók­hald fyr­ir þann tíma. Flokk­ur­inn hygg­ist að svo stöddu ekki tjá sig um ein­stök fjár­fram­lög til flokks­ins sem áttu sér stað fyr­ir setn­ingu lag­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert