347 fyrirtæki í greiðsluþrot fyrstu þrjá mánuði ársins

Heimilislaus maður á götu erlendis.
Heimilislaus maður á götu erlendis. Reuters

Alls fóru 347 fyrirtæki í greiðsluþrot fyrstu þrjá mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo. Af þessum 347 hafa 260 verið úrskurðuð gjaldþrota eða 47 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Flest urðu gjaldþrotin í mars eða 99. Tölur fyrir mars eru þó enn að berast, að sögn Rakelar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Creditinfo.

Gert er ráð fyrir að fjöldi gjaldþrota verði mestur næsta haust og vetur þar sem ferlið er í flestum tilvikum nokkuð langt. Fyrst lenda fyrirtæki í vanskilum og fjárhagserfiðleikum. Á síðari stigum eru teknar ákvarðanir um greiðsluþrot eða lok starfsemi.

Fyrstu þrjá mánuði ársins voru 130 fyrirtæki brottfelld úr Hlutafélagaskrá án þess að hafa farið í þrot.

Alls voru 700 ný fyrirtæki stofnuð fyrstu þrjá mánuði þessa árs en 736 á sama tíma í fyrra. Í fyrra voru flest nýstofnuð í flokknum Fjármálastarfsemi en nú eru flest skilgreind sem Fasteignaviðskipti og eru þá meðal annars stofnuð utan um fasteignir og atvinnuhúsnæði.

Nú í byrjun apríl gerir Creditinfo ráð fyrir að 3.355 fyrirtæki fari í greiðsluþrot næstu 12 mánuði miðað við óbreyttar aðstæður. Með greiðsluþroti er átt við fyrirtæki sem gerð eru gjaldþrota eða fá á sig árangurslaust fjárnám.

Nánar er fjallað um málið í Morgubnlaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert