Starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vildu ekki tjá sig við Morgunblaðið um skýrsluna í gær. „Við munum ekki tjá okkur um skjalið sem lak út,“ sagði Angela Gaviria á fjölmiðlaskrifstofu sjóðsins í New York. Sagði hún að hvorki Mark Flanagan, fulltrúi sjóðsins í málefnum Íslands, né Franek Rozwadowski, fastafulltrúi sjóðsins hér á landi, myndu tjá sig um málið að svo stöddu.
Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra, sem staddur er í Bandaríkjunum á ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins. En að sögn Þorfinns Ómarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, hefur skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ekki verið kynnt ráðuneytinu og kvaðst hann ekki geta tjáð sig um efni hennar.
Um er að ræða trúnaðarskýrslu AGS sem breska blaðið Financial Times hefur birt leggur sjóðurinn til að aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) í Mið- og Austur-Evrópu, sem hafi orðið hvað verst úti í kreppunni, taki upp evru.