Ellefu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Tæplega helmingur þeirra, eða fimm, átti sér stað í miðborginni aðfaranótt laugardags.
Að sögn lögreglu voru flestar líkamsárásanna minniháttar en nokkrir karlmenn fóru þó heim ýmist nefbrotnir eða með brotnar tennur eftir skemmtanir næturinnar. Í tveimur tilvikum voru þolendur skallaðir í andlitið.